Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðinemum til afleysinga á öllum deildum.
Um er að ræða vaktavinnu, unnið er ýmist á tví-þrískiptum vöktum, bakvöktum á hjúkrunardeildum og aðra -þriðju hverja helgi. Starfshlutfall er 50-100% eða eftir nánara samkomulagi.
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Á HVE er veitt almenn lyflækninga-, handlækninga, skurð- og svæfinga-, bráða, og öldrunar hjúkrun.
Á HVE er gott að starfa og ríkir sérstaklega hlýr og góður starfsandi þar sem mikið er lagt upp úr góðri teymsivinnu allra starfshópa með fagmennsku, umhyggju og virðingu fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra að leiðarljósi.
Hægt er að sækja um á Akranesi: Lyflækningadeild, handlækningadeild, skurð- og svæfingadeild og Slysa- og Göngudeild
Hægt er að sækja um á legu- og hjúkrunardeildum HVE: Stykkishólmi, Hvammstanga, Búðardal og Hólmavík
-
Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun.
-
Starfsleyfi landlæknis.
-
Reynsla af hjúkrun er kostur.
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf.