
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin leitar að framsæknum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf deildarstjóra þjónustudeildar á Austursvæði. Deildarstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri þjónustudeildar á svæðinu og hefur yfirumsjón með öllum þjónustuverkefnum svæðisins sem nær frá Vopnafirði í norðri að Gígjukvísl á Skeiðarársandi í suðri. Vegakerfið er rúmlega 2.100 km langt og á því eru þrenn jarðgöng. Á þjónustudeild starfa um 15 starfsmenn á þremur þjónustustöðvum: í Fellabæ, á Reyðafirði og á Höfn. Svæðismiðstöð Austursvæðis er á Reyðarfirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarstjóri leiðir starfsemi þjónustudeildar og tryggir að þjónustuverkefnum sé sinnt í samræmi við verklag.
- Undirbúningur og áætlanagerð fyrir þjónustu og rekstur samgöngukerfis svæðisins, almennur rekstur og vetrarþjónusta.
- Yfirumsjón með rekstri og starfsemi þjónustustöðva og vélaverkstæðis
- Yfirumsjón með rekstri jarðganga
- Umsjón með viðhaldi vegsvæða
- Kostnaðareftirlit og birgðahald
- Ábyrgð á starfsfólki og góðu starfsumhverfi
- Öryggis- og umhverfismál á þjónustustöðvum
- Samskipti við hagaðila á svæðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, tæknifræði eða viðskiptafræði. Framhaldsnám er kostur.
- Reynsla af stjórnun, rekstri og áætlanagerð er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Framúrskarandi samskiptafærni og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Öryggisvitund
- Mjög góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Mjög góð tölvukunnátta
Advertisement published27. August 2025
Application deadline8. September 2025
Language skills

Required
Location
Búðareyri 11, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í rekstraráhættu
Landsbankinn

Quality Specialist
Controlant

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Innkaupafulltrúi
Hagvangur

Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE

Deildarstjóri tækni og reksturs GAJA
Sorpa bs.

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Byggingarhönnun á Norðurlandi
EFLA hf

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð