
Sorpa bs.
Byggðasamlagið SORPA er í eigu sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hlutverk SORPU bs. er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna og á sama tíma endurspegla áherslur eigenda sinna í að ná markmiðum hringrásarhagkerfisins. SORPA bs. sér um rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar, gasog jarðgerðarstöðvar, urðunarstaðar og sex endurvinnslustöðva. Þá hefur félagið einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna, rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og Efnismiðlun Góða hirðisins. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tólf talsins og eru höfuðstöðvar SORPU bs. á Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík

Deildarstjóri tækni og reksturs GAJA
SORPA leitar að öflugum deildarstjóra tækni og reksturs fyrir gas- og jarðgerðarstöð SORPU (GAJA).
Deildarstjóri ber ábyrgð á tæknilegum rekstri svæðisins og tryggir að kerfi stöðvarinnar gangi sem skyldi og sé viðhaldið. Deildarstjóri leiðir jafnframt umbætur á ferlum og tekur þátt í mótun langtímaáætlana um þróun innviða. Auk þess að gegna hlutverki öryggisvarðar GAJA, situr deildarstjóri í öryggisnefnd og tryggir að öryggismál og starfshættir uppfylli bæði lögbundnar og innri kröfur í daglegum rekstri stöðvarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með ferlakerfum (lífgas, moltugerð, loftfirrt gerjun, gasmeðhöndlun o.fl.)
- Skráning og greining frammistöðuvísa (SCADA/handvirkt)
- Skipulag og samhæfing viðhalds, skoðana og viðgerða
- Skýrslugerð og framleiðslutölfræði til sviðsstjóra
- Umsjón með CMMS kerfi og birgðayfirliti
- Þátttaka í þróunarverkefnum og innleiðingu nýrra kerfa
- Öryggisgæsla og áhættumat í samvinnu við öryggisstjóra og mannauðsstjóra SORPU
- Stuðningur við leiðtoga GAJA og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í vél-, rafmagnsverkfræði eða skyldum greinum
- A.m.k tveggja ára reynsla af tæknilegum rekstri, viðhaldsstjórnun eða stjórn iðnaðarstöðva, í lífgas-, úrgangsmeðhöndlun, moltugerð eða sambærilegum geira er kostur
- Þekking á gæðavottuðu umhverfi og mikil öryggisvitund
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Góð samskiptahæfni
- Færni í SCADA, CMMS, Office og SharePoint
- Þekking á iðnaðarferlakerfum og hæfni í að lesa tækniteikningar
- Hafa bílpróf, vinnuvélaréttindi kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á umhverfismálum
Advertisement published27. August 2025
Application deadline12. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Köllunarklettsvegur 1, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa

Vilt þú gæta að öryggi fjarskipta?
Míla hf

Sérfræðingur í rekstraráhættu
Landsbankinn

Quality Specialist
Controlant

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Nýliði í fyrirtækjaráðgjöf
Arion banki

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri