
Samgöngustofa
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri.

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til starfa á skipatæknideild. Starfið er fjölbreytt og krefjandi innan alþjóðlegs starfsumhverfis og felst í faglegu eftirliti með skipum. Við leitum að einstaklingi með öguð vinnubrögð, tæknilega innsýn og góða samskiptahæfni sem nýtist í fjölbreyttu og þverfaglegu samstarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirferð og mat á hönnunargögnum skipa til samræmis við viðeigandi lög og reglur, þar á meðal teikningar og önnur tæknigögn vegna nýsmíða, breytinga, viðgerða og innflutnings.
- Eftirlit með og framkvæmd mælinga á skipum ásamt útgáfu mælibréfa.
- Þátttaka í útreikningum og greiningu á stöðugleika skipa og framkvæmd hallaprófana.
- Virk samskipti og samvinna við hönnuði, skipasmíðastöðvar innanlands og erlendis, útgerðir og viðurkennda skoðunaraðila.
- Þátttaka í þróun verklags innan vottaðs gæðakerfis og öðrum verkefnum í samstarfi við deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í skipa- og vélaverkfræði, skipatækni eða annarri sambærilegri verk- eða tæknigrein.
- Nákvæmni og skipulagshæfni í vinnubrögðum.
- Góð hæfni í gagnrýninni hugsun og greiningu tæknilegra gagna.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni, bæði á íslensku og ensku.
- Sterk ferla- og umbótahugsun.
Við leitum að einstaklingi með öguð vinnubrögð, tæknilega innsýn og góða samskiptahæfni sem nýtist í fjölbreyttu og þverfaglegu samstarfi.
Advertisement published28. August 2025
Application deadline8. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Tæknimaður - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Vilt þú gæta að öryggi fjarskipta?
Míla hf

Sérfræðingur í rekstraráhættu
Landsbankinn

Quality Specialist
Controlant

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Deildarstjóri tækni og reksturs GAJA
Sorpa bs.

Vélvirki á vélaverkstæði
Klettur - sala og þjónusta ehf

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.