Akademias
Akademias
Akademias

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari notar til að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • kynnist því hvað felst í sáttamiðlun og hvaða tilgangi hún þjónar
  • skilji hvernig ferli sáttamiðlunar er í raun og hvenær hún hentar frekar en annað
  • viti hvert hlutverk sáttamiðlara er í lausn ágreinings og geti nýtt sér fjölbreytt verkfæri í hlutverki sáttamiðlara

     
 
Fyrir hverja:  
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar. 


Námskaflar og tími:
  • Kynning - 2 mínútur
  • Hvað er sáttamiðlun? - 7 mínútur
  • Sáttamiðlunarferlið - 19 mínútur
  • Hvenær hentar sáttamiðlun? - 13 mínútur
  • Hlutverk sáttamiðlarans - 12 mínútur
  • Verkfæri sáttamiðlara, fyrri hluti - 12 mínútur
  • Verkfæri sáttamiðlara, seinni hluti - 10 mínútur
Heildarlengd:
75 mínútur

Textun í boði:
Íslenska

Leiðbeinandi:

Lilja Bjarnadóttir

Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari og lögfræðingur, og stofnandi og eigandi Sáttaleiðarinnar. Lilja hefur starfað sem sáttamiðlari síðan 2015 og sinnt kennslu á sviði sáttamiðlunar fyrir Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst, auk þess að halda sjálfstæð námskeið líkt og Sáttamiðlaraskólann. Lilja er LL.M. in Dispute Resolution frá University of Missouri, í Bandaríkjunum 2015 og formaður Sáttar frá árinu 2016.
Type
Remote
Price
24,000 kr.
Click the button below to register now and receive a 10% discount. Use the Promo Code at checkout:Alfred
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories