Akademias
Akademias
Akademias

Jóga fyrir jafnvægi í hraða nútímasamfélags

Að staldra við í amstri dagsins og gera stuttar öndunaræfingar eða jógaæfingar hjálpar til við að ná jafnvægi og hamingju í hraða nútíma samfélags. Jóga æfingar koma blóðflæði af stað og skerpir fókus. Það er ótrúlegt hvað jóga og meðvituð öndun hefur róandi áhrif á taugakerfið og getur dregið úr stressi. Það getur einnig hjálpað þér að sofa betur. Það eiga allir 15 mín aflögu á dag - afhverju ekki að nýta þessar 15 mín í að hlúa að þér?

Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi

  • geti farið í Yin jóga þar sem léttum teygjuæfingum er haldið með teygju í um eina mínútu, það kemur blóðflæði af stað og losar um stífleika.
  • geti gert jóga fyrir bakið, með léttum æfingum þar sem hreyft er við hryggnum og losað um spennu í baki og öxlum. 
  • geti farið í stólajóga sem er fyrir alla! Frábært fyrir byrjendur og þá sem eiga erfitt með hreyfingu, hvort sem er vegna meiðsla eða stirðleika. 

Stólajóga getur aukið liðleika og styrk nemandans, aukið einbeitingu og dregið úr stressi. Tilvalið að gera við skrifborðið í vinnunni. Þú átt eftir að finna þægilegan mun eftir aðeins 15 mín. 

 


Fyrir hverja?

Jógaæfingarnar eru fyrir alla! Byrjendur og lengra komna, stirða og liðuga.



Námskaflar og tími:
  • Kynning - 1 mínúta
  • Yin Jóga - 12 mínútur
  • Jóga fyrir bakið - 11 mínútur
  • Stólajóga - 15 mínútur
Heildarlengd:
39 mínútur

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska

Leiðbeinandi:

Addý Hrafnsdóttir

Addý Hrafnsdóttir er lögfræðingur, þriggja barna móðir og rekur tvö fyrirtæki. Hún veit því hversu mikilvægt er að finna jafnvægi í hraða nútímasamfélags og gefur sér því tíma í stutt jóga á hverjum degi.
Type
Remote
Price
24,000 kr.
Click the button below to register now and receive a 10% discount. Use the Promo Code at checkout:Alfred
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories