

Stjórnun þjónustu - lengra nám
Stjórnun þjónustu er eitt mikilvægasta viðfangsefni fyrirtækja og stofnana í nútíma samfélagi. Allt fólk er meira og minna í daglegum samskiptum við þjónustufyrirtæki og gæði samskipta og þjónustulausna skipta sköpum fyrir ánægju og ávinning fólks. Þá er stór hluti vinnumarkaðarins í formi þjónustustarfa. Þjónustufall er algengt vandamál og hröð þjónustubjörgun næst ekki nema starfsfólk og stjórnendur hafi góða þekkingu á stjórnun þjónustu. Til marks um hversu mikilvæg þjónusta er þá eru fyrirtæki sem selja áþreifanlega vöru í auknum mæli að leita leiða til að skapa sér sérstöðu með vörutengdri þjónustu, m.a. með því að nýta aðferðir þjónustuhönnunar.
Námsbrautin Stjórnun þjónustu er hagnýtt nám sem auðveldar fólki og fyrirtækjum að mæta þessum aðstæðum. Námið byggir á þrautreyndum aðferðum og verkfærum þjónustustjórnunar sem hafa verið þróaðar á síðustu áratugum. Umsjónarkennarar námsins hafa mikla hagnýta reynslu af faginu og starfa báðir sem prófessorar við Háskóla Íslands. Auk þeirra munu reyndir sérfræðingar koma að kennslu námskeiða. Um er að ræða vandað nám þar sem byggt er á mikilli reynslu úr atvinnulífinu, traustri fræðilegri undirstöðu, framúrskarandi kennurum og fjölbreyttu tengslaneti.
Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember