

Ormstunga - söngleikur í Þjóðleikhúsinu
Námskeiðið er í tengslum við uppfærslu Þjóðleikhússins á söngleiknum Ormstungu, sem byggður er á Gunnlaugs sögu Ormstungu, eftir Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar.
Ormstunga er glænýr íslenskur söngleikur. Höfundarnir eru af yngstu kynslóð leikhúslistafólks, og ná með glæsilegum hætti að vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi. Fjölmargir leikarar Þjóðleikhússins koma fram í þessari kraftmiklu sýningu sem margt af okkar færasta leikhúslistafólki tekur þátt í að skapa. Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með grípandi og fjölbreyttri tónlist.
Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir mynda einn frægasta ástarþríhyrning fornbókmenntanna. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú, fyrir framan áhorfendur, fá þau loksins að gera upp sín mál! Þetta er saga um drauma, ástir og ill örlög. Frískleg og kraftmikil endursköpun á íslenskum menningararfi.