

Praktískur evrópuréttur fyrir lögfræðinga
Langar þig að skilja hvernig evrópuréttur tengist íslenskum lögum og hvernig þú getur beitt þeim reglum í þínu starfi? Þetta námskeið er hannað fyrir lögfræðinga sem vilja öðlast grunnskilning á EES-rétti og fá tæki og tól til að nýta hann í framkvæmd.
Námskeiðið veitir hagnýta og aðgengilega innsýn í hvernig evrópuréttur, í gegnum EES-samninginn, verður hluti af íslenskum rétti og hvernig íslenskir lögfræðingar geta leitað réttarheimilda og beitt þeim. Fjallað er um grundvallaratriði EES-réttar, muninn á ESB og EES, innleiðingarferli ESB-gerða í íslenskan rétt, og hvernig má vinna með EES-gerðir í lögfræðilegri greiningu.
Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að hafa raunhæfar væntingar um að geta unnið með reglur evrópuréttar og vita hvar megi nálgast þær.