

ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi
Í samstarfi við Staðlaráð Íslands
Vaxandi áhersla á umhverfismál kallar á aðgerðir innan fyrirtækja, stofnana og samtaka. Að setja umhverfismál í öndvegi hefur jákvæð áhrif á rekstur og auðveldar skipulagsheildum að uppfylla lögboðnar kröfur. Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu, markmið og innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis.
Alþjóðlegi staðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 Umhverfisstjórnunarkerfi – Kröfur með leiðbeiningum er lagður til grundvallar á námskeiðinu. Hann er kröftugt verkfæri til að tryggja gott verklag sem styður við ábyrga afstöðu og aðgerðir varðandi umhverfismál. Hann leiðir okkur í gegnum þau mikilvægu atriði sem þarf að huga að, hvernig við berum okkur að til að gera formlega grein fyrir ýmsum þáttum og tryggja stöðugar umbætur.