Gvass málun - 16 ára og eldri
Á námskeiðinu mun nemandinn læra að mála með gvass (Gouache) málningu. Sýndar verða aðferðir til að ná stjórn á gvass málningunni og til að geta beitt henni á mismunandi hátt.
Nemendur fá kynningu á því hver helsti munurinn á gvass málningu og öðrum efnum eins og vatnslitum, akrýlmálningu og olíumálningu er og farið verður yfir þá kosti sem fylgir því að vinna með gvass málningu.
Notast verður við vatnslitapappír á námskeiðinu og farið verður yfir mismunandi tegundir og gerðir af pappír og penslum sem hægt er að nota. Á námskeiðinu verður unnið í ólíkum verkefnum og bæði verður unnið eftir útprentuðum fyrirmyndum og einföldum uppstillingum.
Efni og áhöld
Nemendur útvega sjálfir málingu, pensla, blýanta og strokleður fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.