Klifið - Skapandi setur
Klifið - Skapandi setur
Klifið - Skapandi setur

Söngnámskeið · Einkatímar fyrir börn og fullorðna

Söngnámskeið Klifsins eru sérhönnuð hverjum og einum nemanda. Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í söng s.s. öndun, raddbeitingu og túlkun. Hver tími er 30 mínútur í senn og stendur námskeiðið yfir í 10 vikur.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aukið sjálfstraust í framkomu og túlkun. Á námskeiðinu kynnast nemendur raddtækni og  þeim möguleikum sem röddin býður uppá. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum þar sem kennarinn mætir nemandanum á þeim stað sem hann er á. Mikilvægt er að nemendur velji lög sem þeim þyki skemmtileg og auka færni þeirra í söng og mun kennarinn aðstoða og leiðbeina við lagaval.

Athugið á vorönn er vetrarfrí vikuna 17-21 febrúar í Garðabæ

Tegund
Staðnám
Verð
67 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar