

Viltu smíða heita potta með okkur?
Trefjar ehf. óskar eftir laghentum og jákvæðum liðsmanni til að taka þátt í skemmtilegu verkefni – að smíða heita potta sem fara til viðskiptavina um allt land (og út fyrir landsteinana!).
Hvað felst í starfinu?
-
Smíði og samsetning heitra potta
-
Vinna með trefjaplast og önnur efni
-
Uppsetning búnaðar og snyrtilegur frágangur
Við leitum að einstaklingi sem er:
-
Laghentur, vandvirkur og með augun opin fyrir smáatriðum
-
Jákvæður, lausnamiðaður og hefur gaman af verklegri vinnu
-
Til í að vinna með góðu teymi og leggja sitt af mörkum
-
Kostur ef þú hefur þekkingu á raflögnum og/eða pípulögnum
Hvað færð þú?
-
Fjölbreytt og lifandi starf í góðum hópi
-
Góða aðstöðu og kennslu í starfi – við kennum þér það sem þú kannt ekki enn
-
Starfsmannafélag, mötuneyti og önnur fríðindi sem gera vinnudaginn skemmtilegri













