Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk

Starfsfólk í verksmiðju

Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum vantar starfsfólk á vaktir og í afleysingar í löndun.

Starfið felur í sér að sjá um innmötun í framleiðslukerfi verksmiðjunnar, þrif og eftirlit. Mikið er unnið á vinnuvélum. Unnið er á tólf tima vöktum; unnar eru sex dagvaktir, þrjár frívaktir, sex næturvaktir og þrjár frívaktir.

Löndun fer öllu jafna fram á dagvinnutíma.

Öryggiskröfur eru strangar og þarf nýr starfsmaður að tileinka sér góða öryggisvitund og taka þátt í því öryggisstarfi sem fer fram í Þörungaverksmiðjunni.

Verksmiðjan gengur allan sólahringinn flesta daga ársins. Afurðir eru úrvals mjöl úr þangi og þara sem selt er út um allan heim.

Skoðið heimasíðuna https://thorverk.is/ .

Frekari upplýsingar gefur Hlynur 6949181

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sjá um innmötun í framleiðslukerfi verksmiðjunnar
  • Vinna á vinnuvél
  • Eftirlit með innmötunarbúnaði og öðrum búnaði
  • Þrif á vinnusvæði og tækjum
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ökuskírteini
  • Vinnuvélaréttindi eru kostur en ekki nauðsynleg.
  • Öryggisvitund
  • 20 ára eða eldri
  • Tilbúin til að vinna vaktavinnu
Fríðindi í starfi
  • Verksmiðjan getur útvegað húsnæði
Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Karlsey verksmiðjuh 139663, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar