

Innréttingasmiður / Starfsmaður á innréttingaverkstæði
Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á vönduðu handverki og smáatriðum sem skipta máli.
Við erum framsækið og skapandi fyrirtæki í innréttingagerð sem leggur metnað í að skila alltaf af okkur hágæða vinnu – og við leitum að starfsmanni sem deilir þessum gildum.
-
Framleiðsla, samsetning og frágangur á sérsmíðuðum innréttingum.
-
Nákvæm vinna eftir teikningum og forskriftum.
-
Viðhald og snyrtilegur rekstur vinnustöðvar.
-
Samvinna við teymið til að tryggja hámarks gæði og afhendingu á réttum tíma.
-
Reynsla af smíðum, helst í innréttingagerð eða frágangsvinnu.
-
Góð færni í notkun handverkfæra og véla.
-
Nákvæmni, skipulag og færni í að vinna undir tímapressu.
-
Metnaður fyrir vönduðu handverki og smáatriðum.
-
Ábyrg vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
-
Mikilvægt: Þú verður að tala og skilja íslensku vel. Ef þú talar ekki íslensku þarftu ekki að sækja um.
-
Skemmtilegt og framsækið starfsumhverfi þar sem góðar hugmyndir fá að blómstra.
-
Verkefni sem krefjast sköpunar, nákvæmni og fagmennsku.
-
Sterkt teymi sem vinnur saman að því að skila af sér bestu gæðum.
-
Þægilegt og faglegt vinnu umhverfi.








