Linde Gas
Linde Gas

Viðskiptastjóri (e.senior sales success)

Linde Gas á Íslandi óskar eftir að ráða reynslumikinn viðskiptastjóra (e. Senior Sales Success) til starfa á skrifstofu sinni í Hafnarfirði. Óskað er eftir aðila sem hefur brennandi áhuga á viðskiptasamböndum og hefur gott auga fyrir nýjum tækifærum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Byggja upp og viðhalda sterkum og traustum viðskiptasamböndum til að tryggja ánægju og tryggð viðskiptavina
  • Auka sölu og arðsemi innan vöruflokka fyrirtækisins sem tilheyra matvælaiðnaði
  • Móta og fylgja viðskiptaáætlunum til að styrkja tengsl við lykilviðskiptavini
  • Nýta CRM-kerfi til að halda utan um viðskiptavini og bæta upplýsingaflæði milli teyma
  • Greina tækifæri til verðlagningar og hagræðingar
  • Vinna þétt með samstarfsfólki og umboðsaðilum til að tryggja framúrskarandi þjónustu og samskipti við viðskiptavini
  • Fylgjast með þróun á markaði, skilja kauphegðun viðskiptavina og stöðu samkeppnisaðila
  • Stuðla að sjálfvirknivæðingu og þróun rafrænna söluleiða (eChannel)

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi á sölu og þjónustu og metnaður til að ná árangri fyrir hönd viðskiptavina
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í teymisvinnu
  • Greiningarhæfni og nákvæm vinnubrögð, sterk færni í gagnavinnslu
  • Frumkvæði í leit að nýjum viðskiptatækifærum
  • Þekking á þróun markaðar og kauphegðun viðskiptavina
  • Haldbær reynsla af sölustörfum
  • Mikill sjálfsagi og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Um Linde Gas:

Linde Gas ehf. er leiðandi í innlendum gas- og tæknilausnum á Íslandi með langa sögu, trausta gæðavottun, víða dreifingu og með vaxandi áherslu á græna orku. Linde Gas sér einnig um hönnun, uppsetningu og viðhald á gasdreifikerfum, allt frá einföldum lausnum til sérhannaðra kerfa fyrir rannsóknarstofur, margvíslegan iðnað og heilbrigðisstofnanir.

Gildi fyrirtækisins - öryggi, heiðarleiki, ábyrgð, inngilding og samfélag – eru í öndvegi í öllu starfi. Gildin móta vinnuumhverfi þar sem öryggi er ávallt í forgangi, verkefni unnin samkvæmt ferlum, hvatt er til nýsköpunar, fjölbreytileiki virtur og samfélaginu veittur stuðningur.

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt8. júlí 2025
Umsóknarfrestur8. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Búðahella 8, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar