Oche Reykjavik
Oche Reykjavik
Oche Reykjavik

Við leitum af hressum einstaklingum í eldhús, bar og móttöku !

Ert þú týpan sem elskar að hafa gaman í vinnunni og hitta skemmtilegt fólk ?

Oche Reykjavík er veitingastaður þar sem boðið er upp á pílu, shuffle, karókí, veitingar og kokteila, og erum við að leita af fleiri snillingum í teymið okkar !

Við leitum að :

🍔 Kokkum
🍸 Barþjónum
✨ Starfsfólk í móttöku

Ertu jákvæð/ur, hress og finnst gaman að vinna með fólki? Þá er þetta líklega staðurinn fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð

✨ Starfsfólk í móttöku

Móttakan hjá okkur sér um að taka á móti gestum og tryggja jákvæða fyrstu upplifun. Helstu verkefni fela í sér að aðstoða við bókanir, svara tölvupóstum og símtölum, ásamt því að kynna fyrirtækið, leikina og upplifunina sem Oche býður upp á.

🍸 Barþjónar

Barþjónar hjá Oche búa til góða stemningu á barnum - með góðum og vönduðum drykkjum, jákvæðu viðmóti og góðri þjónustu.                                                                    Helstu verkefni eru að blanda kokteila, afgreiða pantanir og tryggja að barsvæði sé alltar hreint og snyrtilegt

🍔 Kokkar

Kokkar hjá Oche sjá um daglegan undirbúning og matreiðslu fyrir gesti í samræmi við gæðakröfur staðarins. Í starfinu felst að fylgja uppskriftum og verklagi, tryggja góða framsetningu rétta og viðhalda skipulagi, hreinlæti og meðferð hráefna. Kokkar sjá jafnframt um frágang og rétta geymslu matvæla á vöktum, ásamt því að sinna öðrum tilfallandi verkefnum í eldhúsi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jákvætt viðmót og frábær hæfni í mannlegum samskiptum
  • Rík þjónustulund og jákvætt hugarfar
  • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Hress og jákvæður persónuleiki

Fyrir Kokka :

  • Menntun í matreiðslu er kostur
  • Þekking á hreinlætis- og gæðastöðlun (HACCP)

Fyrir Móttöku & Bar :

  • Reynsla af móttöku- eða barstörfum er kostur
  • Almenn tölvu- og tækniþekking
Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf laun
  • Frábært teymi í hjarta borgarinnar
  • Tækifæri til að læra og vaxa í starfi
  • Skemmtilegt vinnuumhverfi
  • Góð starfsfríðindi á mat og drykk
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur19. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BarþjónustaPathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar