
Barnaskóli Kársness
Við Skólagerði í Kópavogi er að rísa ný og nútímaleg skólabygging, þar sem áður stóð gamli Kársnesskóli. Nýr skóli mun taka þar til starfa haustið 2025 - Barnaskóli Kársness.
Skólinn mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Byggingin verður öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi. Í skólanum verða 60 – 80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Matreiðslumaður í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem hýsir fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Skólabyggingin er öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.
Við óskum eftir metnaðarfullum og drífandi matreiðslumanni sem hefur áhuga á að skapa bragðgóðan og næringarríkan mat handa mikilvægustu þegnum landsins - börnunum okkar. Matreiðslumaður hefur yfirumsjón með matreiðslu, gerð matseðla og daglegri starfsemi mötuneytis skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri eldhúss
- Ber ábyrgð á skipulagi starfs í mötuneyti og að maturinn sé tilbúinn á réttum tíma
- Ber ábyrgð á gerð matseðla og að breyta matseðlum fyrir einstaklinga sem þurfa á sérfæði að halda með ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi
- Umsjón með skipulagi innkaupa með hagkvæmnissjónarmið að leiðarljósi, fylgist með rekstrarstöðu mötuneytis, yfirferð og samþykkt reikninga sem tilheyra mötuneyti
- Tekur á móti hráefni, unnu og óunnu, undirbýr það til matargerðar og meðhöndlar það til geymslu á viðeigandi hátt samkvæmt heilbrigðisreglugerð
- Vinnur gegn matarsóun, metur skammtastærðir og afgreiðir fæði úr eldhúsi
- Ber ábyrgð á að fyllsta hreinlætis sé gætt í eldhúsi
- Þátttakandi í uppeldisstarfi skóla og stuðlar að bættu mataræði og matarvenjum barna
- Vinnur önnur skyld verkefni sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaranám í matvælagreinum eða matartækninám
- Reynsla af að elda í stóreldhúsum er æskileg
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni, áreiðanleiki og traust vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Styttri vinnuvika
Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur20. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Fullt starf í Fiskverslun, Matreiðslumaður
Fiskur og félagar ehf.

Við leitum af hressum einstaklingum í eldhús, bar og móttöku !
Oche Reykjavik

Söluráðgjafi stóreldhúsa
Fastus

Leiðtogi mötuneytis í Blöndustöð
Landsvirkjun

looking for kitchen assistant and dishwasher
ambrosial kitchen

chef wanted
ambrosial kitchen

Chefs and kitchen manager
Public House Gastropub

Kokkur | Cook
Íslandshótel

Starf í framleiðslueldhúsi
Kjötkompaní ehf.

Chef / kokkur - Experienced Kitchen Professionals Wanted
Funky Bhangra

Matreiðslumaður / Kitchen Staff
Tapas barinn

Sushi matreiðslumaður/ Sushi Chef
Brasa