

Starfsmaður í sérkennslu á leikskólastigi Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem hýsir fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Skólabyggingin er öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstakling til að styðja við börn með sértækar þarfir á leikskólastigi Barnaskóla Kársness. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri hæfni í samskiptum og samstarfi, auk vilja til að þróa framsækið skólastarf, jákvæðan skólabrag og skapandi skólastarf í stöðugri þróun í samvinnu við börn, starfsfólk, foreldra og skólayfirvöld. Ef ekki fæst leikskólakennari eða þroskaþjálfi til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinanda.
Þetta er starf fyrir framsækinn og árangursdrifinn einstakling sem vill taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfs í nýjum skóla, börnum til heilla.
- Stuðningur við börn með sértækar þarfir
- Gerð og eftirfylgni einstaklingsnámsskrár í samráði við sérkennslustjóra
- Samvinna með foreldrum, ráðgjöfum og öðru starfsfólki
- Önnur tilfallandi verkefni
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af leikskólastarfi æskileg
- Reynsla af sérkennslu kostur
- Góð samskiptahæfni
- Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu
- Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Ef ekki fæst leikskólakennari eða þroskaþjálfi kemur til greina að ráða starfsmann með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinanda
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Íslenska










