Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Sérkennari/sérfræðingur hjá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Óskað er eftir sérkennara eða öðrum sérfræðingi. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem starfar í nánu samstarfi við kennara. Um er að er að ræða 75 -100% starfshlutfall á skólaárinu 2025-2026 með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Sérkennari/sérfræðingur vinnur í stoðþjónustuteymi skólans og veitir m.a. leiðsögn og ráðgjöf til foreldra og annarra starfsmanna. Hann þjálfar og styður við nám nemenda, í samstarfi við umsjónarkennara, er þurfa á sértækum stuðningi að halda í skólastarfinu og daglegum athöfnum.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar þar sem nemendur yngra stigs eru á Stokkseyri og nemendur eldra stigs á Eyrarbakka. Við skólann eru 137 nemendur, 72 á yngra stigi og 65 á eldra stigi. Sérstaða skólans felst í einstaklingsmiðaðri kennslu og skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu. Mikil áhersla er lögð á góð samskipti og góða samvinnu við nærumhverfið. Í BES er mikið unnið í teymum þar sem kennarar vinna í samkennslu tveggja eða fleiri árganga. BES er Erasmus+ skóli, vinnur skv. heilsueflandi gildum og vinnur markvisst gegn einelti. Þá er BES virkur þátttakandi í Lærdómssamfélagi Árborgar og í öflugu samstarfi við aðra grunnskóla í Árborg.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf grunnskólakennara.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er kostur.
  • Reynsla af teymiskennslu í grunnskóla er kostur.
  • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum.
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
  • Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Metnaður í starfi.
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur3. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Háeyrarvellir 56, 820 Eyrarbakki
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar