
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
Keðjan leitar að ráðgjafa til að styðja við uppeldisfærni foreldra við ýmsar athafnir daglegs lífs. Ráðgjafi veitir stuðning og leiðbeiningar inn á heimili fjölskyldna, sem sett eru markmið með uppeldisráðgjöf í samráði við notendur og félagsráðgjafa.
Starfið er afleysing til eins árs.
Ráðgjafi tekur virkan þátt í samstarfsteymi innan Keðjunnar sem hittist reglulega til að deila þekkingu og reynslu.
Starfið krefst ákveðins sveigjanleika þar sem unnið er seinnipart dags og stundum fram á kvöld. Starfshlutfall er 50-100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppeldisfræðsla og ráðgjöf til foreldra í samræmi við gagnreyndar uppeldisaðferðir.
- Utanumhald um skráningu, dagálagerð og stöðuskýrslur til að meta árangur ráðgjafarinnar.
- Þátttaka í þverfaglegu stuðningsteymi.
- Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila.
- Útbúa fræðsluefni og aðlaga fræðslu, þegar við á, vegna margbreytilegra þarfa notenda.
- Eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. þroskaþjálfi eða menntun á sviði félags- og menntavísinda.
- Reynsla af starfi með fjölskyldum og börnum.
- Geta til að tileinka sér og vinna eftir hugmyndafræði og aðferðum teymisins.
- Mikil hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum matsramma.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
- Bílpróf og bíll til umráða.
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur5. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Spennandi starf í skaðaminnkandi íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri málefna fatlaðs fólks
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Jákvætt og hjartahlýtt starfsfólk óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólinn Álfatún óskar eftir deildarstjóra
Álfatún

Móttökuritari á myndgreiningardeild
Landspítali

Klettaskóli - Kennari eða þroskaþjálfi
Klettaskóli

Sérfræðingur í velferðarteymi
Vinnumálastofnun

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljaborg
Leikskólinn Seljaborg

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérkennsla í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Stuðningur í sérkennslu
Leikskólinn Jörfi v/Hæðargarð