Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf

Keðjan leitar að ráðgjafa til að styðja við uppeldisfærni foreldra við ýmsar athafnir daglegs lífs. Ráðgjafi veitir stuðning og leiðbeiningar inn á heimili fjölskyldna, sem sett eru markmið með uppeldisráðgjöf í samráði við notendur og félagsráðgjafa.

Starfið er afleysing til eins árs.

Ráðgjafi tekur virkan þátt í samstarfsteymi innan Keðjunnar sem hittist reglulega til að deila þekkingu og reynslu.

Starfið krefst ákveðins sveigjanleika þar sem unnið er seinnipart dags og stundum fram á kvöld. Starfshlutfall er 50-100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppeldisfræðsla og ráðgjöf til foreldra í samræmi við gagnreyndar uppeldisaðferðir.
  • Utanumhald um skráningu, dagálagerð og stöðuskýrslur til að meta árangur ráðgjafarinnar.
  • Þátttaka í þverfaglegu stuðningsteymi.
  • Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila.
  • Útbúa fræðsluefni og aðlaga fræðslu, þegar við á, vegna margbreytilegra þarfa notenda.
  • Eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. þroskaþjálfi eða menntun á sviði félags- og menntavísinda.
  • Reynsla af starfi með fjölskyldum og börnum.
  • Geta til að tileinka sér og vinna eftir hugmyndafræði og aðferðum teymisins.
  • Mikil hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum matsramma.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Bílpróf og bíll til umráða.
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur5. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar