Klettaskóli
Klettaskóli

Klettaskóli - Kennari eða þroskaþjálfi

Við leitum að kennara eða þroskaþjálfa í þátttökubekk Klettaskóla sem staðsettur er í Árbæjarskóla.

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Starfsmenn vinna í teymum og þurfa að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vera sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við krefjandi en gefandi verkefni. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið". Nám og kennsla nemenda er einstaklingsmiðuð þar sem byggt er á forsendum og styrkleikum hvers og eins nemanda.

Í þátttökubekknum eru 7 nemendur sem fá sérhæft námsúrræði undir stjórn Klettaskóla. Bekkurinn er með aðsetur í almennum grunnskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfa í þverfaglegu teymi sem sér um skipulag og framkvæmd kennslu í bekknum
  • Vinna einstaklingsnámskrár og námsmat
  • Samstarf við foreldra og aðra fagaðila
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi til að starfa sem grunnskólakennari/þroskaþjálfi, starfsleyfi fylgi umsókn
  • Sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum
  • Hæfni til að vinna í teymi
  • Áhugi á að starfa með börnum
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
  • Lausnarmiðuð hugsun
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar