Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið
Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Háteigsskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta stigi í 100% fyrir skólaárið 2024-2025. Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli með um 510 nemendur, staðsettur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar. Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur á skólaskyldualdri í Reykjavík. Í Háteigsskóla er metnaðarfullt skólastarf sem einkennist af framþróun í þágu náms fyrir alla með virðingu fyrir fjölbreytileika, mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum sérhvers nemanda í fyrirrúmi. Samskiptafærni og líðan allra í skólasamfélaginu eru í öndvegi ásamt því að efla seiglu og trú á eigin getu. Skólastarfið byggir á teymiskennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara er á sérhverjum nemendahópi.Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna og vellíðan. Staðan er laus frá 1. nóvember 2025.

Sækja um starf hér

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun áskilin.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Teymishugsun
Auglýsing birt20. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bólstaðarhlíð 47, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar