Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Þróun starfstengdrar íslenskufræðslu fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) óska eftir að ráða starfsmann í tímabundið verkefni tengt þróun og innleiðingu íslenskukennslu á hjúkrunarheimilum

Starfsmaður mun vinna að átaksverkefni um þróun og innleiðingu starfstengdrar íslenskufræðslu fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila með annað móðurmál en íslensku. Viðkomandi myndi starfa náið með verkefnastjóra verkefnisins, sem og stýrihópi.

Um er að ræða 50% stöðu í 6 mánuði, en mögulegt að semja um hærra hlutfall í styttri tíma.

Nánari upplýsingar veitir Heiða Björk Vignisdóttir í síma 867 2179 / [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur m.a. í sér rannsóknarvinnu, samanburð við framkvæmd og útfærslur annarra landa, gagnaöflun og framsetningu gagna, upplýsingagjöf til stýrihóps verkefnis, fundarseta og samskipti við stjórnvöld og ráðuneyti

Menntunar- og hæfniskröfur

-          Menntun/reynsla/þekking sem nýtist í starfi

-          Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

-          Góð íslensku- og enskukunnátta

-          Góð tölvukunnátta

-          Afburðar samskiptahæfni

-          Skapandi hugsun og frumkvæði

-          Reynsla af teymisvinnu

-          Góð skipulagshæfni

-          Reynsla af rannsóknarvinnu er kostur

-          Kunnátta í norðurlandamáli er kostur

Auglýsing birt20. október 2025
Umsóknarfrestur27. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Laugavegur 13, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar