
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd. 
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Leiðtogi mötuneytis í Blöndustöð
Við leitum að leiðtoga í mötuneyti okkar í Blöndustöð til að hafa yfirumsjón með og skipuleggja daglegan rekstur mötuneytisins. Viðkomandi ber ábyrgð á matargerð, framreiðslu og innkaupum vegna reksturs mötuneytisins. Einnig felst í starfinu umsjón með flokkun og skráningu úrgangs frá mötuneytinu, ásamt því að hafa umsjón með ræstingum í húsnæði þess, starfsmannahúsi og stöðvarhúsi.
Hæfni:
- Menntun á sviði matreiðslu
 - Þekking á næringarfræði
 - Reynsla af sambærilegum rekstri æskileg
 - Lipurð í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni
 - Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 - Þekking á innra eftirliti með hliðsjón af GÁMES
 
Við óskum eftir að umsókninni fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir reynslu, hæfni og hvað kveikir áhuga á starfinu.
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur12. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Blönduvirkjun 145288, 541 Blönduós
Starfstegund
Hæfni
HugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiReyklausStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Söluráðgjafi stóreldhúsa
Fastus

Kanntu að Tikka og Masala? Almennar stöður og vaktstjórar í boði.
Indian Spice

Aðstoð í eldhúsi / Kitchen assistant - Satt kitchen Natura
Reykjavík Natura - Berjaya Iceland Hotels

looking for kitchen assistant and dishwasher 
ambrosial kitchen 

chef wanted 
ambrosial kitchen 

Fullt starf í Fiskverslun, Matreiðslumaður
Fiskur og félagar ehf.

Viltu verða djúsari? (Hlutastarf Miðvikudagshádegi & Helgar)
Joe & the juice

Hamborgarabúlla Tómasar Spöng, Vaktstjóri
Hamborgarabúllan

Chefs and kitchen manager
Public House Gastropub

Breakfast and prep chef
ROK

Kokkur | Cook
Íslandshótel

Starf í framleiðslueldhúsi
Kjötkompaní ehf.