Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið

Við leitum að öflugum þjónustubílstjóra

Við erum að stækka okkar stóra hóp snillinga hjá Íslenska gámafélaginu og leitum við að þessu sinni eftir ábyrgðarfullri, hraustri og duglegri manneskju til að þjónusta viðskiptavini okkar með útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu.

Viðkomandi þarf að vera með gild ökuréttindi (B), vera ratvís eða með góða færni í google og að vera snillingur í að finna úrræði til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Það er mikilvægt að viðkomandi búi yfir yfirburðar þjónustulund því hjá okkur er jákvæðni er ekki plús það er skilyrði.

Vinnutími er ca. 08:00 - 17:00 alla virka daga, en fer eftir verkefnum hvers dags fyrir sig. Viðkomandi er ábyrgur fyrir verkefnum sem honum er falið og er mikilvægt að lagt sé áherslu á öryggi og nákvæm vinnubrögð.

Ef þú tikkar í alla þessa kassa og hefur áhuga á að koma að vinna hjá snilldar fyrirtæki sem hugsa í lausnum og umhverfismálum þá endilega sendu okkur umsókn og við verðum í sambandi við þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta viðskiptavini okkar
  • Akstur á höfuðborgarsvæðinu
  • Umsjón, þrif og umhirða bifreiðar
  • Búa til hagkvæmari aksturlista 
  • Þátttaka í umbótum á ferlum sem stuðla að sífellt betri upplifun viðskiptavina okkar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf skilyrði (B)
  • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Góð tök á Íslensku og Ensku
  • Sjálfstæð, ábyrg, skipulögð og skjót vinnubrögð
  • Skipulagshæfileikar og færni í að setja upp aksturslista
  • Stundvísi er skilyrði 
  • Reynsla af svipuðum störfum er kostur en ekki skilyrði.
  • Lágmarksaldur er 20 ára
Fríðindi í starfi
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, fræðslustyrkur.
  • Öflugt fræðslustarf
  • Vinalegt starfsumhverfi og tækifæri til að vinna með sterku teymi
  • Fjölskylduvænn vinnustaður með virkt starfsmannafélag
  • Frábært mötuneyti
Auglýsing birt20. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kalkslétta 1, 162 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar