
Slippurinn Akureyri ehf.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Verkefnastjóri - Skipaþjónusta
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum verkefnastjóra á skipaþjónustusviði okkar. Í starfinu berðu ábyrgð á að leiða fjölbreytt og krefjandi verkefni frá upphafi til enda, með áherslu á gæði, tímanýtingu og hagkvæmni. Við leitum að einstaklingi sem getur tekið af skarið, forgangsraðað vel og byggt upp sterk samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Ef þú ert metnaðarfull/ur og hefur áhuga á skipaiðnaði og verkefnastjórnun, þá viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring verkefna í skipaþjónustu frá upphafi þeirra til loka.
- Fagleg samskipti við viðskiptavini, birgja og undirverktaka.
- Kostnaðargreiningar og gerð samkeppnishæfra tilboða í DK.
- Ítarleg áætlanagerð og skilvirk nýting mannafla og aðfanga, unnið í Asana.
- Skipulagning og forgangsröðun verkefna til að tryggja hámarksafköst.
- Virk eftirfylgni með framvindu og fjárhag verkefna, ásamt gerð uppgjöra.
- Gæðaeftirlit og trygging þess að verk standist kröfur viðskiptavina og gildandi staðla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkefnastjórnunar, iðnaðar, rekstrar eða sambærilegra greina.
- Reynsla af verkefnastjórnun í iðnaði eða skipaþjónustu er mikill kostur.
- Þekking á skipaiðnaði er æskileg en ekki skilyrði.
- Framúrskarandi skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi.
- Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Frábær samskiptahæfni og færni í að byggja upp traust við viðskiptavini.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur31. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðFrumkvæðiMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiTeymisvinnaUppgjörVerkefnastjórnunVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin

A&R fulltrúi - Stuðningur við tónlistarfólk
Vetur Music

Sérfræðingur í tónlistariðnaði - Stjórnendastaða
Vetur Music

Viðgerðarmaður/mechanics
Vélaverkstæði Patreksfjarðar

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf

Director of Device Technology – Center for New Technologies
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda og tæknimála
Atlas Verktakar ehf

Upplýsingamiðlun og kynningarmál
Norðurorka hf.

Verkefnastjóri byggingamála
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri jarðvinnu og tæknimála
Þjótandi ehf.