Norðurorka hf.
Norðurorka hf.
Norðurorka hf.

Upplýsingamiðlun og kynningarmál

Norðurorka leitar að einstaklingi með reynslu af upplýsingamiðlun og gerð markaðsefnis. Í starfinu felst umsjón og þróun efnis á vef og samfélagsmiðla, fréttaskrif, fræðsla og miðlun upplýsinga til viðskiptavina og annarra hagaðila starfseminnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun heimasíðu fyrirtækisins og innri vefs 
  • Miðlun frétta og fréttaskrif á heimasíðu, samfélagsmiðla og innri vef
  • Gerð fræðslu- og kynningarefnis og samskipti við auglýsingastofur og miðla
  • Þátttaka í fræðslu, kynningum og viðburðum á vegum fyrirtækisins
  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast upplýsingatækni og markaðsmálum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Góð reynsla og þekking á samfélagsmiðlum
  • Reynsla af greinaskrifum, gerð markaðsefnis og miðlunar
  • Reynsla af því að koma fram og halda kynningar er kostur
  • Góð almenn tölvufærni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Vönduð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði, góð samskiptahæfni og sveigjanleiki
Fríðindi í starfi
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Niðurgreitt mötuneyti
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt24. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Rangárvellir 4, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreinaskrifPathCreated with Sketch.Samviskusemi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar