

A&R fulltrúi - Stuðningur við tónlistarfólk
Við hjá Vetur Music leitum að metnaðarfullum og skapandi aðila í stöðu A&R fulltrúa í teymið okkar!
Starfslýsing
Við leitum að A&R fulltrúa sem mun vinna náið með tónlistarfólki. Hlutverkið felur í sér að bæði finna nýjar vonarstjörnur og styðja við þær sem eru þegar í hópnum. Starfið felur í sér náið samstarf við listamenn, þróun á þeirra ferli, stuðningur við útgáfu, listræn stjórnun og móta feril listamanna.
Starfið er lykilhlutverk í fyrirtækinu og Kostur er ef að aðilinn hefur áhuga á því að taka að sér stærri stjórnunar- og leiðtogahlutverk með fram vexti félagsins.
Við leitum að einstaklingi með reynslu af því að starfa í tónlistarbransanum til að hjálpa okkur að byggja upp starfsemi félagins og stuðla að betri umhverfi tónlistar á Íslandi. Einstaklingurinn mun vinna beint með stofnendum að rekstri, stefnumótun og mótun ferla, og verður lykilaðili í því hvernig starfsemi félagsins þróast.
Þetta hlutverk er fyrir aðila sem hefur brennandi áhuga á því að byggja upp innviði tónlistar á Íslandi, og lætur verkin tala. Mikill sveigjanleiki í hlutfalli og vinnutíma. Kostur er ef að aðilinn hefur áhuga á því að taka að sér stærri stjórnunar- og leiðtogahlutverk með fram vexti félagsins.
- Móta og setja upp innri ferla, verklag og skipulag.
- Ráðgjöf og samstarf við aðra stjórnendur um stefnu, forgangsröðun og þróun.
- Tengslamyndun: samstarfsaðilar, miðlar, dreifingaraðilar o.fl.
- Tryggja að rekstur og þjónusta Vetur Music styðji við tónlistarfólk
-
Hafa auga fyrir upprennandi listamönnum og nýjum spennandi tækifærum.
-
Vinna náið með listamönnum að listrænni stefnu, útgáfu og framvindu.
-
Tengja listamenn við rétta aðila, pródúsenta, lagahöfunda og aðra samstarfsaðila.
-
Vera brú milli listamanna og Vetur Music í útgáfuferlinu.
-
Fylgjast með hlustunartölum, tónlistarsenunni og tækifærum á Íslandi og erlendis.
- Góður tónlistarsmekkur er skilyrði.
- Þekking og reynsla af íslenska tónlistarbransanum eða útgáfustarfsemi er kostur.
- Reynsla af A&R, artist management, útgáfu, viðburðum eða sambærilegu.
- Sterkt tengslanet eða hæfileiki til að byggja það upp hratt.
- Menntun á sviði lista, viðskipta, markaðs, menningargeira eða sambærilegu er kostur en ekki skilyrði.
- Frumkvæði, skapandi hugsun og löngun til að vaxa í starfi.
- Skemmtilegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu ört vaxandi fyrirtæki.
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi og vinnnutími.
- Tækifæri til að vaxa með fyrirtækinu og taka meiri ábyrgð með tímanum.
Íslenska
Enska










