
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 16 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Sölu- og þjónusturáðgjafar
Við leitum að framúrskarandi skemmtilegum liðsfélögum til að stíga dansinn með okkur í þjónustuveri og verslunum.
Starfið er draumur í dós fyrir þau sem spila til að vinna, elska að umgangast glás af lífsglöðu fólki og vilja alltaf hafa nóg fyrir stafni. Söluhæfileikar, metnaður og bullandi þjónustulund eru lykilþættir – og brennandi áhugi á snjalltækjum og öllu hinu fína dótinu sem við seljum er auðvitað bráðnauðsynlegur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala til nýrra og núverandi viðskiptavina
- Veita framúrskarandi þjónustuupplifun til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Söluhæfileikum
- Ríkri þjónustulund og löngun til að fara fram úr væntingum
- Keppnisskapi, metnaði, lausnamiðaðri hugsun og jákvæðu hugarfari
- Liðsanda fyrir allan peninginn
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur2. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Ert þú næsti verslunarstjóri dömudeildar Gallerí Sautján?
Galleri Sautján

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Sölumaður á húsgagnasviði Pennans
Penninn Húsgögn

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Fullt starf í móttöku Hårklinikken
Hårklinikken

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

Afgreiðslustarf í verslun Smáralind - Hlutastarf
Blekhylki-Símaveski

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Viltu spennandi hlutastarf í úthringingum?
Símstöðin ehf

Söluráðgjafi í verslun S. Guðjónssonar
S. Guðjónsson

Söluráðgjafi hjá Módern
Módern

Vilt þú láta gott af þér leiða um jólin? Frábærir möguleikar í fjáröflunar- og kynningarstarfi!
Matthildur - samtök um skaðaminnkun