

Vilt þú láta gott af þér leiða um jólin? Frábærir möguleikar í fjáröflunar- og kynningarstarfi!
Lætur þú mannréttindi og skaðaminnkun þig varða? ✊
Við í Matthildi – samtökum um skaðaminnkun erum að leita að hressum og jákvæðum sjálfboðaliðum í fjáröflunar- og kynningarteymi samtakanna.
Við stöndum frammi fyrir spennandi verkefnum og viljum fá með okkur fólk sem vill leggja sitt af mörkum til að styðja mannréttindi fólks sem notar vímuefni. Markmið fjáröflunar er öflun mánaðarlegra styrktaraðila og kynning starfseminnar. Takmarkaðir opinberir styrkir hafa staðið samtökunum til boða í ár og án annara fjárveitinga mun eftirfarandi þjónusta samtakanna leggjast af undir lok árs:
- Reykur
- Nalaxone í fangelsum
- Matthildarteymið
Upphafsátak:
Við leitum að sjálfboðaliðum sem geta tekið þátt á eftirfarandi dagsetningum til að vera með kynningarstarf í verslunum á höfuðborgarsvæðinu.
-
12. desember kl. 15:00 - 18:00
-
13. desember kl. 15:00 – 18:00
- 14. desember kl. 15:00 - 18:00
Auk þess:
Erum við að leita að fólki sem geta aðstoðað við að halda úti samfélagsmiðlum samtakanna, sem gæti verið frábært tækifæri fyrir markaðsfræðinema!
Sjálfboðaliðar sem koma til greina verða boðin á létta kynningu á starfsemi samtakanna og fræðslu um skaðaminnkun. Auk þess fá nýliðar þjálfun í kynningarstarfi í verslunum til undirbúnings fyrir starfið.
Frekari fyrirspurnir og spurningar um starfið beinist á [email protected]
-
Öflun mánaðrlegra styrktaraðila.
-
Kynning starfsemi Matthildarsamtakanna.
-
Útskýring mikilvægi mánaðarlegra styrktaraðila og hvernig stuðningur almennings skiptir máli fyrir mannréttindi og skaðaminnkun.
-
Svörun almennra spurninga um samtökin.
- Góð almenn menntun
- Reynsla af kynningarstarfi kostur
- Reynsla af sölustarfi kostur
- Góð reynsla af samfélagsmiðlum kostur
- Góð samskiptahæfni og jákvætt hugarfar
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á skaðaminnkun og mannréttindum
Fræðsla og kynning á starfsemi samtakanna og skaðaminnkun.
Íslenska










