S. Guðjónsson
S. Guðjónsson
S. Guðjónsson

Söluráðgjafi í verslun S. Guðjónssonar

S. Guðjónsson leitar að metnaðarfullum og duglegum söluráðgjafa til framtíðarstarfa í verslun sína í Kópavogi.

Ný og glæsileg verslun S. Guðjónssonar er staðsett á Smiðjuveg 3, Kópavogi. Þar starfar góður hópur starfsfólks við það að þjónusta viðskiptavini, einstaklinga og fagfólk með allt sem snýr að gæðalausnum fyrir lýsingu og rafbúnað.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem býður upp á möguleika til starfsþróunar og vaxtar í starfi. Við leggjum mikið upp úr góðu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.

Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf á sviði lýsingar og ljósbúnaði.

Unnið er úr umsóknum jafnóðum og þær berast og kostur er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og þjónusta
  • Tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða
  • Ráðgjöf til viðskiptavina
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund og hæfni til að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina
  • Reynsla í lýsingahönnun er kostur
  • Reynsla í innanhúshönnun er kostur 
  • Góð samskiptahæfni 
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af sölu og/ eða þjónstustörfum er skilyrði.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur 
  • Samgöngustyrkur 
  • Niðurgreiddur hádegismatur 

Að auki bjóðum við: 

  • Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
  • Frábæra vinnufélaga og góðan starfsanda
  • Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu 
  • Afsláttarkjör af vörum félagsins 
  • Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi 

 

 

Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur6. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smiðjuvegur 3, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar