
Verkefnastjóri jarðvinnu og tæknimála
Þjótandi ehf. auglýsir starf verkefnastjóra jarðvinnu og tæknimála laust til umsóknar. Um er að ræða 100% dagvinnustarf.
Æskilegt er að umsækjandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Verktakafyrirtækið Þjótandi ehf. á Hellu er eitt af stærri fyrirtækjum á Suðurlandi í jarðvinnu. Í dag er fyrirtækið með um 55 fasta starfsmenn í vinnu sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu. Fyrirtækið hefur yfir að ráða nýlegum tækjakosti, vinnuvélum og vörubílum.
Þjótandi ehf. sinnir allri almennri jarðvinnu og vegagerð. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í lagnavinnu og vinnur mikið fyrir veitustofnanir og sveitarfélög við lagningu jarðstrengja, ljósleiðarastrengja, hitaveitu og vatnslagna.
Þjótandi vinnur mikið á útboðsmarkaðnum, þar sem fyrirtækið býður í verkefni hjá ýmsum aðilum.
Þjótandi ehf. er staðsett á Hellu, en tekur að sér vinnu um allt land.
• Gerð verkáætlana og skipulagning framkvæmda
• Rýni verkgagna með tilliti til tæknilegra úrlausna
• Úrvinnsla mælinga
• Samskipti við verkkaupa og eftirlitsaðila
• Gæðaúttektir og eftirlit
• Byggingarfræði, -tæknifræði, -verkfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af úrvinnslu á gps mæligögnum
• Reynsla af Trimbel mælitækjum er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni
• Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt
• Geta og vilji til að tileinka sér nýjungar
• Frumkvæði, þjónustulund og öguð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
• Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti
Íslenska










