

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Alcoa Fjarðaál leitar að hæfum einstaklingi í starf rekstrarstjóra viðhalds. Rekstrarstjóri viðhalds ber ábyrgð á framkvæmd alls viðhalds fyrir skilgreint framleiðsluferli og hefur heildaryfirsýn yfir öll verkefni áreiðanleikateymis á sínu svæði. Starfið felur einnig í sér ábyrgð á samstarfi við iðnaðarmannateymi með það að markmiði að byggja upp þekkingu, innleiða besta þekkta verklag og veita tæknilegan stuðning við viðhald.
Ábyrgð í starfi
Rekstrarstjóri viðhalds starfar í umboði framkvæmdarstjóra áreiðanleikateymis. Meginábyrgð rekstrarstjóra er eftirfylgni viðhalds og eru ábyrgðarsvið hans m.a.:
· Vinna skv. samþykktum ferlum og verklagsreglum.
· Að tryggja að öll viðhaldsverk er snerta öryggi og heilsu séu virk og framkvæmd, að öðrum kosti tilkynna um frávik.
· Að stýra áætlunargerð fyrir viðhaldskostnað kerfa.
· Að fylgjast með viðhaldskostnaði og rekstri kerfa - upplýsingagjöf til framkvæmdarstjóra og framleiðsluteymis.
· Uppfæra mælikvarða fyrir framleiðslukerfi á sínu svæði samkvæmt skilgreiningu.
· Innleiða viðhalds og áreiðanleikastaðla með stöðugan rekstur og kostnað sem viðmið.
· Tæknistuðningur gagnvart breytingarverkefnum með framleiðslu.
· Virkja rótargreiningar á bilunum sem falla innan skilgreindra marka.
· Vinna með framleiðslu og plönun fyrirbyggjandi viðhalds að framleiðslu og viðhaldsáætlunum næstu 5 vikna.
· Fylgjst vel með öllum megin viðhaldsverkum á sínu svæði.
· Fylgja eftir flæði í óplönuðu viðhaldi (flókin verk og þau sem skarast milli vakta)
· Að styðja hátt þekkingarstig iðnaðarmanna í samstarfi við leiðtoga viðhalds.
· Meta mögulegar lausnir til að auka áreiðanleika og endingu búnaðar.
· Tilkynning starfsloka til mannauðsteymis og þátttaka í ráðningu nýrra starfsmanna.
Grunnkröfur
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Tækni/verkfræðimenntun eða önnur hagnýt menntun s.s. véliðnfræði.
Reynsla sem krafist er
Minnst 5 ára starfsreynsla og reynsla af viðhaldsmálum í framleiðslufyrirtækjum.
Hæfni sem krafist er
· Geta unnið í teymi.
· Vilji til að læra.
· Sýna frumkvæði.
· Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
· Skipulagshæfileikar.
Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu
Framleiðsluteymi
Áreiðanleikateymi
Byrgjar og þjónustuaðilar
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
Íslenska
Enska










