Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið

Ert þú sérfræðingur í upplýsingatækni og öryggismálum – með áhuga á gagnagreiningu og nýsköpun?

Samkeppniseftirlitið óskar eftir metnaðarfullum sérfræðingi á sviði upplýsingatækni og öryggismála. Við leitum að einstaklingi sem vill taka þátt í að tryggja öflugt tæknilegt umhverfi stofnunarinnar, styðja við húsleitarmál og stafrænar rannsóknir með tæknilausnum og aðkomu að gagnavinnslu og greiningu. Hæfni í gagnavísindum, forritun eða gervigreind getur skapað tækifæri til að móta starfið enn frekar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirfylgni með upplýsingakerfum og innviðum Samkeppniseftirlitsins
  • Net- og gagnaöryggi, þar á meðal innleiðing öryggisstaðla og viðbragðsáætlana
  • Tæknileg aðstoð við húsleitir, stafrænar rannsóknir og gagnaöflun
  • Þáttaka í þróun og viðhaldi gagnagrunna og gagnainnviða
  • Stuðningur við sérfræðinga í gagnagreiningum og vinnslu gagna
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni, verkfræði eða skyldu sviði
  • Reynsla af stjórnun kerfa og gagnagrunna
  • Þekking á net- og gagnaöryggi, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegum öryggisstöðlum
  • Færni í að þróa og nýta tæknilausnir við úrvinnslu og greiningu gagna
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af gagnagreiningu eða forritun (SQL, Python, R)
  • Skipulögð, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Góð samskiptahæfni og færni til að starfa þvert á fagsvið
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, í ræðu og riti
Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur27. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar