
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Útibússtjóri Verkís á Austurlandi
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að leiða starfsemi Verkís á Austurlandi, með aðsetur á Egilsstöðum.
Leitað er að verkfræðingi, tæknifræðingi eða byggingafræðingi með reynslu af verkefnastjórnun, hefur góða yfirsýn yfir framkvæmda- og hönnunarferla og býr yfir góðum stjórnunar-, samskipta- og skipulagshæfileikum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarhlutverk þar sem rík áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, öfluga þjónustu og jákvætt samstarf. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og ensku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og rekstur starfsstöðvar Verkís á Egilsstöðum
- Mannaforráð starfsstöðvar á Austurlandi
- Markaðsmál, verkefnaöflun og tilboðs- og áætlanagerð
- Leiðsögn og stuðningur við starfsfólk
- Skipulag og eftirfylgni með verkefnum og verklagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða rekstri
- Frumkvæði, skipulagshæfni og faglegur metnaður
- Góð samskipta- og leiðtogahæfni
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kaupvangur 3B, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
ByggingafræðingurTæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ert þú sérfræðingur í upplýsingatækni og öryggismálum – með áhuga á gagnagreiningu og nýsköpun?
Samkeppniseftirlitið

Engineering & Delivery Lead (International Customers)
Tern Systems

Framleiðslustarf í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins
Bláa Lónið

Sviðsstjóri viðskiptaþróunar og greiningar
Vistor

Erum við að leita að verkefnastjóra eins og þér?
Isavia ANS

Verkstjóri / Verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Viðskiptastjóri (tímabundið starf)
Landsnet

Sérfræðingur í landupplýsingum – tímabundið starf
Veitur

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Verkefnastjóri
HS Veitur hf

Gæðafulltrúi
Ístak hf

Forritun stjórnkerfa
EFLA hf