Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri byggingamála

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur auglýsir eftir verkefnastjórum til starfa á deild byggingarmála á skrifstofu skipulags- og byggingarmála. Um er að ræða fjölbreytt starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi þar sem teymisvinna, nýsköpun og framsækni er höfð að leiðarljósi. Á skrifstofunni starfar kraftmikið og hugmyndaríkt teymi með brennandi áhuga á margþættri vinnu að byggingarmálum, byggingaráformum og borgarþróun. Verkefnin eru fjölbreytt og umfjöllun byggingarleyfisumsókna, fyrirspurna ásamt yfirferð á aðaluppdráttum og skráningartöflum.

Við leitum að einstaklingum með áhuga á margþættri borgarþróun og byggingarmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirferð aðaluppdrátta, umsókna og fyrirspurna sem berast til byggingarfulltrúa.
  • Seta embættisafgreiðslufunda byggingarfulltrúa ásamt vinnu að drögum að fundardagskrá og tillagna um afgreiðslu mála á fundunum.
  • Veita ráðgjöf og leiðbeiningar til fagmanna, hönnuða og almennings sem varða byggingarmál, byggingarleyfisumsóknir og yfirferð aðaluppdrátta sem leggja á fyrir afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og/eða fundi skipulagsráðs.
  • Svara fyrirspurnum varðandi athugasemdir sem gerðar hafa verið við mál á afgreiðslufundum og leiðbeina viðskiptavinum embættisins eftir þörfum.
  • Rýna og túlka lög og reglugerðir og vinna að starfsreglum fyrir embættið.
  • Ýmis tilfallandi verkefni tengd byggingarmálum borgarinnar sem falla undir verksvið skrifstofunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í arkitektúr, byggingarfræði, tæknifræði eða verkfræði og hafa viðeigandi löggildingu á starfssviði. Framhaldsmenntun MA/MS eða víðtæk starfsreynsla á sérfræðisviði.
  • Reynsla í yfirferð og gerð aðaluppdrátta.
  • Metnaður og vilji til að takast á við mismunandi, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Skipulagshæfni, nákvæmni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Tölvufærni í notkun á algengum hugbúnaði Word, Excel og Outlook, skjalakerfum og geta til að tileinka sér notkun nýrra kerfa.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur26. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar