
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Hlutverk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins er að skapa umgjörð um umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða með velferð og jafnrétti kynslóðanna að leiðarljósi.
Verkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins varða meðal annars umhverfis- og náttúruvernd, loftslagsmál, orkumál og sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Skrifstofur ráðuneytisins eru fjórar samkvæmt skipuriti þess: skrifstofa ráðuneytisstjóra, skrifstofa alþjóðamála, skrifstofa umhverfis og orku og skrifstofa loftslags og náttúru. Innan ráðuneytisins starfa einnig fjögur fagteymi. Fagteymin eru Orkuteymi, Hringrásar- og umhverfisteymi, sem starfa á skrifstofu umhverfis og orku, ásamt Loftslags- og náttúruvárteymi og náttúruverndar og menningarminjateymi, sem starfa innan skrifstofu loftslags og náttúru.

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leitar að drífandi sérfræðingi með reynslu af stjórnun stórra framkvæmdaverkefna. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs á sviði varna gegn snjóflóðum og öðrum skriðuföllum á vegum ráðuneytisins í samstarfi við leiðandi sérfræðing ráðuneytisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hlutverk
- Stjórnun verkefna sem styrkt eru af Ofanflóðasjóði, í samstarfi við leiðandi sérfræðing ráðuneytisins og fleiri samstarfsaðila.
- Þátttaka á verkfundum og hönnunarfundum vegna ofanflóðaverkefna.
- Eftirfylgni með framvindu verkefna og kostnaðareftirlit, s.s. yfirferð reikninga, uppfærsla áætlana og samantektir.
- Samskipti við sveitarfélög, stofnanir, ráðgjafa og verktaka.
- Þátttaka í undirbúningi, framkvæmd og skipulagningu funda og kynninga.
- Gagnaúrvinnsla, ritun minnisblaða, skýrslna, fundarpunkta.
- Virk þátttaka í þróun verklags og ferla á öllum stigum ofanflóðaverkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verkfræðimenntun (M.Sc.) eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla af stjórnun stórra jarðvinnuverkefna og framkvæmda.
- Þekking á útboðsferlum og reynslu af vinnu með verktökum og ráðgjöfum.
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.
- Færni í notkun verkefnastjórnunarforrita og framsetningu gagna (t.d. Project Manager, Planner og Excel).
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Frábær samskiptahæfni og geta til að leiða samstarf og samræma ólík sjónarmið.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur5. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁhættugreiningByggingafræðingurDrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiNákvæmniOpinber stjórnsýslaSamningagerðSkipulagsfræðingurSkýrslurVerkefnastjórnunVerkfræðingurVinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri - Skipaþjónusta
Slippurinn Akureyri ehf.

BYGGÐAÞRÓUNARFULLTRÚI
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra

Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin

Director of Device Technology – Center for New Technologies
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda og tæknimála
Atlas Verktakar ehf

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hraunvangur
Hrafnista

Verkefnastjóri byggingamála
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri jarðvinnu og tæknimála
Þjótandi ehf.

Gervigreindarsérfræðingur
VÍS

Sérfræðingur í gagnavinnslu
Norðurorka hf.

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík