Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leitar að drífandi sérfræðingi með reynslu af stjórnun stórra framkvæmdaverkefna. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs á sviði varna gegn snjóflóðum og öðrum skriðuföllum á vegum ráðuneytisins í samstarfi við leiðandi sérfræðing ráðuneytisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

 Hlutverk

  • Stjórnun verkefna sem styrkt eru af Ofanflóðasjóði, í samstarfi við leiðandi sérfræðing ráðuneytisins og fleiri samstarfsaðila.
  • Þátttaka á verkfundum og hönnunarfundum vegna ofanflóðaverkefna.
  • Eftirfylgni með framvindu verkefna og kostnaðareftirlit, s.s. yfirferð reikninga, uppfærsla áætlana og samantektir.
  • Samskipti við sveitarfélög, stofnanir, ráðgjafa og verktaka.
  • Þátttaka í undirbúningi, framkvæmd og skipulagningu funda og kynninga.
  • Gagnaúrvinnsla, ritun minnisblaða, skýrslna, fundarpunkta.
  • Virk þátttaka í þróun verklags og ferla á öllum stigum ofanflóðaverkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verkfræðimenntun (M.Sc.) eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Haldbær reynsla af stjórnun stórra jarðvinnuverkefna og framkvæmda.
  • Þekking á útboðsferlum og reynslu af vinnu með verktökum og ráðgjöfum.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.
  • Færni í notkun verkefnastjórnunarforrita og framsetningu gagna (t.d. Project Manager, Planner og Excel).
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Frábær samskiptahæfni og geta til að leiða samstarf og samræma ólík sjónarmið.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur5. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagsfræðingurPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.VerkfræðingurPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar