Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Vélfræðingur/vélvirki á vélaverkstæði Orku náttúrunnar

Við leitum að liðsauka í teymið okkar á vélaverkstæði ON sem sinnir fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi verkefnum í rekstri, eftirliti og viðhaldi búnaðar á virkjanasvæðum okkar á Hellisheiði, Nesjavöllum og Andakíl.

Á vélaverkstæðinu starfar samheldin liðsheild að fjölbreyttum umbóta-, nýsköpunar-, framkvæmda- og viðhaldsverkefnum.

Ef þú ert með ríka öryggisvitund og býrð yfir umbótahugsun, frumkvæði og útsjónarsemi þá viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð

Á meðal helstu verkefna eru rekstur vélbúnaðar, umbótavinna sem miðar að því að hámarka framleiðslugetu virkjana, bilanagreiningar, skráning í viðhaldskerfi, reglubundið viðhald, viðgerðir á vélbúnaði og gufuveitu o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sterk og rík öryggisvitund er skilyrði
  • Sveinspróf í vélvirkjun
  • Reynsla af verklegri vinnu
  • Frumkvæði, lausnarmiðuð hugsun og jákvæðni
  • Skipulögð-, sjálfstæð- og öguð vinnubrögð
  • Þekking á DMM viðhaldsstjórnunarkerfinu er kostur
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Nesjavallavirkjun 170925, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar