Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Velferðarsvið - Starfsmaður í vettvangsstarf

Velferðarsvið: Starfsmaður í vettvangsstarf hjá Virkni- og ráðgjafateymi

Reykjanesbær leitar að öflugum starfskrafti til að ganga til liðs við metnaðarfullt teymi velferðarsviðs til þess að sinna mikilvægu starfi í þágu heimilislausra og íbúa smáhúsa sem hafa miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Reykjanesbær hefur sett sér stefnu um velferð íbúa og samfélagsins til ársins 2030. Yfirskrift stefnunnar er Reykjanesbær í krafti fjölbreytileikans. Lögð er áhersla á að nýta til fulls kosti fjölbreytileikans og efla alla bæjarbúa til að búa sér og börnum gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt er lögð áhersla á að auka lífsgæði og samskipti bæjarbúa og veita jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju með vellíðan íbúa að leiðarljósi.

Nærgætni, sveigjanleiki og virðing gagnvart fjölbreytileika mannlífsins er því mikilvæg þar sem leitast er eftir því að auka lífsgæði og sjálfstæði þjónustunotenda.

Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita einstaklingum stuðning og ráðgjöf samkvæmt hugmyndafræðinni Húsnæði fyrst. 

  • Viðhafa virkt notendasamráð með þjónustunotendum.  

  • Framkvæma og fylgja eftir heildstæðri þjónustu samkvæmt einstaklingsáætlun í samvinnu við ráðgjafa og aðra samstarfsaðila. 

  • Styðja þjónustunotendur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þátttöku og virkni. 

  • Aðstoða í samskiptum við stofnanir og aðra þjónustuveitendur. 

  • Taka þátt í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.  

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjandi skal sýna fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika mannlífsins er nauðsynlegt. 

  • Frumkvæði og geta til þess að leiða verkefni í þverfaglegu samstarfi eru nauðsynlegir eiginleikar. 

  • Umsækjandi skal sýna fram á skipulögð og ábyrg vinnubrögð í fyrri verkefnum.  

  • Góð almenn menntun á framhaldsskólastigi eða háskólastigi. Menntun á sviði félagsvísinda, heilbrigðisvísinda eða skyldra greina er kostur. 

  • Reynsla af störfum með einstaklingum með flóknar stuðningsþarfir eða í félagsþjónustu sveitarfélaga mikilvæg. 

  • Skilningur og reynsla af skaðaminnkandi nálgun, áfallamiðaðri nálgun og batahugmyndafræði er mikilvæg. 

  • Góð færni í íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli er skilyrði. Þekking á öðrum tungumálum er kostur. 

  • Umsækjandi þarf að skila inn hreinu sakavottorði. 

Hlunnindi:
  • Bókasafnskort 

  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum 

  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund 

  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó 

Auglýsing birt23. janúar 2025
Umsóknarfrestur6. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar