Velferðarsvið - Starfsmaður í frístundarstarfi (Skjólið)
Reykjanesbær auglýsir laust til umsóknar starf í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir á vegum velferðarsviðs sveitarfélagsins. Starfið felst í vinnu á Skjólinu, sem er staðsett í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ.
Starfshlutfallið er 25%, með möguleika á lægra starfshlutfalli. Vinnutími er frá kl. 13:00-16:00 eða 14:00-16:00 alla virka daga.
• Sjá um daglegt starf Skjólsins, þar á meðal undirbúning og frágang verkefna.
• Aðstoða börn og ungmenni með stuðningsþarfir við daglegar athafnir.
• Reynsla af því að vinna með börnum og ungmennum með stuðningsþarfir er kostur.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og góð samstarfshæfni.
• Heiðarleiki, stundvísi og fordómaleysi.
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
• Geta til að takast á við óvæntar aðstæður.
• Bókasafnskort
• Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
• Gjaldfrjáls aðgangur í sund
• Gjaldfrjáls aðgangur í strætó