GeoForm ehf.
GeoForm ehf.
GeoForm ehf.

Tækniteiknun - skráning og úrvinnsla gagna

Við leitum að jákvæðum og framtakssömum starfsmanni í stöðu tækniteiknara hjá tæknilega sinnuðu og framtíðarþenkjandi fyrirtæki í mikilli sókn á sviði upplýsingatækni, gagnaöflunar og úrvinnslu gagna. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttri tækniráðgjöf og þjónustu á sviði landupplýsinga fyrir sveitarfélög, veitufyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sem tækniteiknari, munt þú sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði tækniteiknunar, skráningar, úrvinnslu og innfærslu gagna t.d. á sviði rafveitu, götulýsingar, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu, landskipta ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum og tilfallandi verkefnum.

Þú munt vinna með fagaðilum bæði innanhúss sem utan í jákvæðu og metnaðarfullu umhverfi. Starfsstöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og möguleiki á að vinna að hluta í fjarvinnu eða eftir samkomulagi. Hafir þú áhuga á að móta framtíðina með okkur á sviði, landupplýsinga (GIS), hönnunar, tækniteiknunar, innfærslu og upplýsingatækni þá endilega sendu okkur umsókn. Mjög mikilvægt er að einstaklingurinn sé jákvæður, framsýnn, tæknilega sinnaður, umbótaþenkjandi og þjónustulundaður.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tækniteiknun lagna og búnaðar
  • Teikning og viðhald einlínumynda
  • Innfærsla gagna í gagnagrunn
  • Viðhald kortagrunns í landupplýsingakerfi
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur

Mentun:
•      Tækniteiknun, verkfræði, landafræði eða önnur tækni- og háskólamenntun sem nýtist í   
        starfi.

•       Menntun tengd rafmagni er kostur. 

 

Hæfniskröfur:

•     Reynsla af tækniteiknun eða sambærilegu.

•     Reynsla af hugbúnaðarsvítunni AutoDesk

•     Reynsla af landupplýsingahugbúnaði (ArcGIS, QGIS) eða öðrum sambærilegum
       hugbúnaði er mikill kostur

•     Þekking eða menntun á sviði rafveitu, götuskápum, götulýsingu og raflögnum er mikill
       kostur.

•     Reynsla af því að vinna með gagnagrunna er kostur

•     Tæknilega sinnaður einstaklingur með góða tölvufærni

•     Nákvæm og vönduð vinnubrögð

•     Góð þjónustulund, umbótasinnaður, jákvætt hugarfar og góð samskiptahæfni.

Fríðindi í starfi
  • Möguleiki á fjarvinnu að hluta eða eftir samkomulagi
Auglýsing birt5. janúar 2025
Umsóknarfrestur25. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfði 17, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutocadPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.TeikningPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar