Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan
 Einingaverksmiðjan

Einingaverksmiðjan leitar að tækniteiknara

Einingaverksmiðjan leitar af tækniteiknara í öflugt teymi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf á frábærum vinnustað. Einingaverksmiðjan er staðsett í glænýrri verksmiðju að Koparhellu 5 í Hafnarfirði. Starfið heyrir undir tækni- og þróunarsvið.

Einingaverksmiðjan sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum einingum til mannvirkjagerðar. Hjá fyrirtækinu starfa um 75 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning og gerð framleiðsluteikninga
  • Magntaka sérvöru fyrir framleiðslu 

  • Uppsetning framleiðsluskjala og annarra gagna  

  • Samskipti við hönnuði og verkkaupa  

  • Frágangur teikninga  

  • Samskipti við stjórnendur og starfsmenn vegna teikninga og framleiðslu vöru  

  • Tæknileg aðstoð við framleiðslu 

  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni  

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í tækniteiknun 

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur  

  • Kunnátta  í Autocad, Revit og Impact  

  • Metnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð  

  • Sjálfstæði og lausnarmiðað viðhorf 

  • Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum 

  • Mjög góð íslensku og enskukunnátta 

Auglýsing birt9. desember 2024
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Koparhella 5
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar