

Urriðaholtsskóli óskar eftir umsjónarkennara í 3. bekk
Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 1-16 ára. Auglýst er eftir umsjónarkennara til að taka þátt í að móta og byggja upp skólasamfélag þar sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi. Verið er að innleiða kennsluaðferðirnar Stýrð kennsla og fimiþjálfun.
Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum. Skólaárið 2025-26 verða rúmlega 600 nemendur við skólann, þar af rúmlega tæplega 500 nemendur í 1.-10. bekk.
- Skipuleggur nám, kennslu og námsmat nemenda samkvæmt markmiðum og námskrá
- Að sinna daglegu fagstarfi og kennslu barna á sínu skólastigi
- Vinnur að skólaþróun og uppbyggingu skólasamfélagsins ásamt samstarfsfólki
- Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Tekur þátt í teymisvinnu og tileinkar sér kennsluhætti skólans
- Foreldrasamskipti og samvinna heimilis og skóla
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
- Sérhæfing eða reynsla af kennslu á sínu skólastigi
- Áhugi á skólaþróun og faglegur metnaður
- Reynsla af foreldrastarfi
- Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Íslenskukunnátta á stigi C-1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af teymisvinnu í grunnskóla æskileg
*Fáist ekki kennari með leyfisbréf til kennslu þrátt fyrir endurtekna auglýsingu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.












