

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ. Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra á leikskólastig til að taka þátt í að móta og byggja upp skólasamfélag þar sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi. Á næsta skólaári verða um 190 leikskólabörn á 10 deildum frá eins til 5 ára.
Teymiskennsla er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og á milli skólastiga og rík áhersla lögð á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi.
Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi.
Starfsumhverfi er gott og lögð rík áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum sem og að veita foreldrum fræðslu og uppeldisráðgjöf.
- Er aðstoðarmaður skólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á daglegu rekstri leikskólastigs
- Er staðgengill í fjarveru skólastjóra
- Vinnur ásamt skólastjóra að daglegri stjórnun leikskólastigs og skipulagningu uppeldisstarfs
- Sinnir þjálfun og ráðgjöf til starfsfólks
- Sinnir fræðslu og ráðgjöf um þroska barna og uppeldi til foreldra
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 60 námseiningar í uppeldis- og kennslufræðigreinum
- Sérhæfð hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu
- Reynsla af starfi á leikskólastigi
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla að stjórnun æskileg
- Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem styður enn frekar við skólastarfið.
- Á leikskólastigi Urriðaholtsskóla er full vinnustytting eða 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað í vetrarfrí, páska- og jólafrí. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks.
- Skipulagsdagar eru fimm á skólaári og eru skipulagsdagar í leik- og grunnskólum bæjarins samræmdir.
- Leikskólinn er opinn frá kl 07:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga en frá 07:30-16:00 á föstudögum.
- Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsmanna með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira
- 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsmenn með lögheimili í Garðabæ
- 0,25 % stöðugildi vegna snemmtækrar íhlutunar inn á hverri deild
- 0,5% stöðugildi inn á yngstu deildir leikskóla ef fjöldi barna á aldrinum 1-2 ára eru fleiri en tíu á deild
- Hægt er að sækja um námstengda styrki til að efla faglegt leikskólastarf
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
- Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn












