
Deildarstjóri Leikskólinn Geislabaugur
Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Geislabaug.
Geislabaugur er 5 deilda leikskóli með 105 börnum. Leikskólinn stendur við Kristnibraut 26 í Grafarholti í Reykjavík. Einkunnarorð leikskólans eru Virðing - Sköpun - Gleði - Jafnrétti. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem barnið er í brennidepli og leikurinn er hornsteinn starfsins.
Áhersla er lögð á skapandi starf, lýðræði og gefa öllum börnum jöfn tækifæri til náms, einnig erum við í innleiðingu jákvæðs aga. Leikskólinn hefur fengið Hvatningaverðlaun skóla og frístundasviðs og fengið styrk fyrir kennara til náms og þjálfunar á Ítalíu frá Erasmus +
Gott samstarf er á milli skólana í hverfinu og höfum við tekið þátt í þróunarverkefni sem hafði það markmið að efla læsi í hverfinu. Tökum einnig virkan þátt í innleiðingu nýju menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, og höfum fengið styrk vegna læsisverkefnis sem ber heitið Orð eru til alls vís. Er það einnig samstarfsverkefni skólanna í hverfinu.
Við erum metnaðarfullur og framsækinn leikskóli og horfum frekar til tækifæra en hindrana. Vilt þú starfa í teymi með fjölbreytta þekkingu á leikskólastarfi?
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Að vinna að uppeldi og menntun leikkskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
Ber ábyrgð að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans.
Annast daglega verkstjórn á deild, skipulagningu framkvæmd og endurmati deildarstarfs.
Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og samvinnu við foreldra. Hefur umsjón með móttöku. þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deiildinni.
Leikskólakennari og leyfisbréf kennara.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð skipulögð vinnubrögð.
Íslenskukunnátta skv B2- samevrópska tungumálarammanum
Menningarkort - bókasafnskort
Samgöngustyrkur
Sundkort
36 stunda vinnuvika
Heilsuræktarstyrkur
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Jóna Jónatansdóttir í síma 411-3860 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]












