Breiðagerðisskóli
Breiðagerðisskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Í Breiðagerðisskóla eru um 350 nemendur í 1. til 7. bekk. Starfsmenn skólans eru um það bil 60 og eru þeir samhentur hópur sem hefur á undanförnum árum þróað skólann til þeirra starfshátta sem einkenna hann í dag. Grunnstefið í stefnu skólans er að lykillinn að góðri menntun og vellíðan barnanna sem við skólann nema leynist í samvinnu og samábyrgð starfsmanna skólans og annarra þeirra sem að starfsemi hans koma. Þetta birtist meðal annars í nánu samstarfi kennara og starfsfólks og virku foreldrafélagi sem styður vel við skólann og nemendur hans. Rík áhersla er lögð á skólaþróun í takt við menntastefnu Reykjavíkurborgar, nýjar rannsóknir á námi og kennslu og þróun samfélagsins.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

    Frekari upplýsingar um starfið

    Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

    Helstu verkefni og ábyrgð
    • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur.
    • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
    • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
    • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
    Menntunar- og hæfniskröfur
    • Leyfisbréf kennara
    • Hæfni í mannlegum samskiptum.
    • Faglegur metnaður.
    • Áhugi á að starfa með börnum.
    • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
    • Stundvísi og áreiðanleiki
    • Reynsla af Byrjendalæsi væri kostur.
    Auglýsing birt1. júlí 2025
    Umsóknarfrestur15. júlí 2025
    Tungumálahæfni
    ÍslenskaÍslenska
    Nauðsyn
    Mjög góð
    Staðsetning
    Breiðagerði 20, 108 Reykjavík
    Starfstegund
    Hæfni
    PathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Teymisvinna
    Starfsgreinar
    Starfsmerkingar