

Leikskólakennari óskast til starfa
Heilsuleikskólinn Garðasel á Akranesi auglýsir eftir kennurum til starfa í ágúst. Um er að ræða 80% til 100% stöður eftir nánara samkomulagi. Auglýst er eftir starfsfólki inn á deild og einnig í afleysingar.
Garðasel er Heilsuleikskóli og leggur áherslu á hreyfingu, heilsu og gæði í samskiptum. Við leitum að jákvæðu og áhugasömu fólki sem tilbúið er að vinna á skemmtilegum vinnustað. Ef ekki fæst kennari til starfa kemur til greina að ráða leiðbeinanda til starfa. Í leikskólanum eru allt að 160 börn á sjö deildum.
Leikskólinn er í nýju og glæsilegu húsnæði þar sem m.a. starfsaðstaða, hljóðvist og lýsing er til fyrirmyndar.
Vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinenda í leikskóla. Starfið er unnið í samvinnu við leikskólakennara, deildarstjóra og skólastjórnendur.
- Leyfisbréf kennara- Kennaramenntun
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
- Jákvæðni, lipurð og góð færni í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- 18 ára og eldri
- Hreint sakavottorð












