

Þjónustufulltrúi
Við hjá Securitas leitum að þjónustulunduðum og skipulögðum einstaklingi í okkar frábæra teymi á Reykjanesi.
Sem þjónustufulltrúi verður þú mikilvægur hluti af daglegu starfi útibúsins á Reykjanesi. Þú þarft að hafa gaman af fjölbreyttum verkefnum og vera frábær í mannlegum samskiptum. Þú tryggir að starfsemin gangi vel fyrir sig með því að veita faglega móttökuþjónustu fyrir gesti og viðskiptavini, svara símtölum og veita almennar upplýsingar. Einnig tekur þú þátt í samskiptum við bæði innri og ytri aðila og styður við útibússtjóra og starfsfólk með fjölbreyttum tilfallandi verkefnum.
Ef þú...
- Býrð yfir framúrskarandi þjónustulund og góðri hæfni í mannlegum samskiptum
- Sýnir frumkvæði og átt auðvelt með að leita lausna
- Ert skipulögð/skipulagður og nýtur þess að hafa yfirsýn
- Hefur getu til að starfa undir álagi
- Hefur góða tölvukunnáttu og færni í helstu forritum
- Hefur menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af þjónustustörfum
- Talar og skrifar íslensku reiprennandi
...þá viljum við heyra frá þér!
Í boði er fullt starf og er vinnutíminn frá kl. 08:00 – 16:00 mánudag til fimmtudags og stytting vinnuvikunnar á föstudögum. Starfið hentar öllum kynjum sem eru með góða íslenskukunnáttu og hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk. Við hvetjum áhugasama til að sækja um sem fyrst, þar sem unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum er svarað.
Nánari upplýsingar veitir Hjalti S. Hjaltason, útibússtjóri, [email protected]












