
Teymisstjóri stafrænnar vöruhönnunar
Sem teymisstjóri stafrænnar vöruhönnunar stýrir þú öflugu teymi sérfræðinga sem hanna stafræna þjónustu og lausnir fyrir Reykjavíkurborg. Þú tryggir að hönnunin styðji stefnu borgarinnar, en jafnframt að unnið sé af fagmennsku og með hnitmiðaða nálgun á verkefnin. Teymi stafrænna vöruhönnuða eru hluti af deild umbreytinga sem inniheldur einnig sérfræðinga í textagerð, þjónustuupplifun, þjónustuhönnun, notendarannsóknum og vörustýringu á vörum í hugbúnaðarþróun. Teymið starfar í hugbúnaðarþróunarteymum Reykjavíkurborgar og tekur að sér ýmis önnur verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sem teymisstjóri stafrænnar vöruhönnunar munt þú ...
- Hafa yfirsýn yfir stefnu borgarinnar í stafrænum málum og tryggja að hönnunin styðji hana
- Fylgja eftir að stafræn vöruhönnun sé unnin eftir stefnum og aðgengisstöðlum borgarinnar
- Eiga náið samstarf við hagsmunaðila um kortlagningu og greiningar á tækifærum til úrbóta
- Tryggja áframhaldandi vöxt og þróun Hönnu, hönnunarkerfis Reykjavíkur og bera ábyrgð á að ferli hönnunarkerfis sé fylgt í samstarfi við hugbúnaðarþróun og vörustjóra hönnunarkerfis
- Bera ábyrgð á samstarfi við verktaka og fyrirtæki sem taka að sér hönnun fyrir stafrænar lausnir borgarinnar
- Vera lausnamiðuð/aður, með sterka samskiptafærni og bein í nefinu
- Vera hluti af stjórnendateymi skrifstofu þjónustu- og umbreytinga
- Vera í góðu samstarfi við aðrar deildir og skrifstofur Þjónustu- og nýsköpunarsviðs ásamt öðrum sviðum Reykjavíkurborgar
- Bera ábyrgð á markmiðasetningu og eftirfylgni árangursmarkmiða deildarinnar
- Hafa skýra sýn á stafræna vöruhönnun og getu til að miðla henni
- Setja fagleg viðmið, veita skýra forgangsröðun verkefna og sjá til þess að unnið sé með bestu gögn og tækni
- Skapa umhverfi þar sem gott skipulag, samstarf og framsækni eru í fyrirrúmi
- Vera boðberi skapandi hugsunar og aðferðafræði notendamiðrar hönnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla og hæfni
- Háskólapróf á framhaldsstigi (MA/MS) eða háskólapróf á fyrsta stigi (BA/BS) auk mikillar starfs- og stjórnunarreynslu í stafrænni vöruhönnun
- Reynsla af stafrænu hönnunarferli og þróun stafrænna lausna
- Sterk leiðtogafærni og reynsla af að stýra og efla teymi
- Skilningur á þjónustuhönnun, vöruþróun og stefnumótun í stafrænni vegferð
- Reynsla af stjórnun flókinna verkefna og samvinnu við ólíka hagaðila
- Framsýni, skapandi hugsun og færni í að greina hindranir í þróunarferli
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á
- Fyrsta flokks vinnustað
- Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
- Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
- Krefjandi og skemmtileg verkefni
- Öfluga nýliðamóttöku
- Sálrænt öryggi og skapandi menningu
- Góða liðsheild og góð samskipti
- Samkennd og virðing
- Þekkingarumhverfi
- Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
- Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
- Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Heilsueflandi vinnustað
- Gott vinnuumhverfi
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Sveigjanleika á vinnutíma
- Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
- Heilsu - og samgöngustyrk
- Sundkort
- Menningakort
Auglýsing birt2. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (11)

Innviðastjóri upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Birtingamaður
LED birting

Aðstoðarskólastjóri óskast við Kársnesskóla
Kársnesskóli

Skólastjóri - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Útgerðarstjórn
Reyktal þjónusta ehf.

Leiðtogi málaflokks fatlaðs fólks
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar

Graphic Design Summer Position — 2025
Starborne

Teymisstjóri
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Þjónustuhönnuður
Reykjavíkurborg

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir

Grafískur hönnuður eða sjálfmenntaður með reynslu.
Samskipti ehf